Pýramídisk afstraksjón - Ásmundur Sveinsson

Þetta verk, “Pýramídísk afstraksjón”, var sett upp 1975 í tilefni af kvennaári. Það var Kvenfélag Akraness, Menningarsjóður bæjarins og Sementsverksmiðjan sem stóðu straum af kostnaði. - Þá þrengdi ekki að listaverkinu eins og e.t.v. nú vegna blokkarbyggingar - og við afhendingu verksins komst Anna Erlendsdóttir, þá formaður kvenfélagsins, svo að orði: “Listaverkið stendur hér við aðalbraut og í sínum kraftmikla einfaldleika blasir það við öllum sem í bæinn koma.”

Nr: 42428 Ljósmyndari: Þórólfur Ágústsson Tímabil: 1970-1979 þoa01959