Ítölsk flugsveit í heimsókn í Reykjavík
Myndin er líklega tekin 5. júlí 1933, mannfjöldi fyrir framan Hótel Borg, Pósthússtræti 11 í Reykjavík. Hluti af flugsveit ítalska flugmálaráðherrans Italo Balbo að koma á hótelið. Flugsveitin, sem í voru rúmlega 100 menn, gisti í Reykjavík í eina viku og vöktu liðsmenn sveitarinnar mikla athygli þegar þeir gengu einkennisklæddir um bæinn.
Efnisflokkar
Nr: 57207
Tímabil: 1930-1949