Frá vinstri munu sjást húsin: Háteigur (handan núv. götunnar Háteigs) og "gamli" Háteigur ("hérna megin götunnar"). E.t.v. sést hérna "rétt aðeins á þak og horn Þinghóls" handan "fjóss og hlöðu Björns á Litla-Teig" og Litli-Teigur er "háa húsið" hérna megin þáv. götu. - Litli-Teigur mun síðar hafa verið fluttur að Presthúsabraut. - Handan götunnar og að nokkru handan Litla-Teigs sést í (hvíta) Borg. - Húsið næst á myndinni er Háteigur 1 í dag. - Í húsinu með flata þakinu handan götunnar bjó Viktor Björnsson og Friðmey, kona hans. Björn, sonur þeirra, lét byggja aðra hæð ofan á þetta hús (sem þá var "Háteigur 1"). - "Hvíta" húsið handan "Viktorshúss" er Tunga. - Lengst t.h. er Minni-Borg. - Takið eftir sundlaugarþrónni á lóð Haraldarhúss. Um áraraðir var hún alveg þakin jarðvegi en nú í september (2007) er Haraldur Sturlaugsson búinn að finna steypta útveggi hennar "með jarðvegsrannsóknum"! Myndin er tekin 17. júní 1950.