Minnisvarði um séra Jón M. Guðjónsson að Görðum

Þriðjudaginn 31. maí 2005 var afhjúpaður minnisvarði um séra Jón M. Guðjónsson (1905-1994), prest á Akranesi, prófast og heiðursborgara, en þennan dag voru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Athöfnin fór fram í blíðskaparveðri við gamla húsið að Görðum á Safnasvæðinu að viðstöddu fjölmenni, m.a. börnum og fjölskyldu Jóns, auk þess sem Biskup Íslands, Hr. Karl Sigurbjörnsson, var viðstaddur athöfnina. Myndin tekin árið 2006 eða 2007

Nr: 34679 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009