Goðafoss

Ferðahópurinn ARABÍA við Goðafoss Goðafoss er meðal stærstu fossa á Íslandi og þykir jafnframt einn sá fallegasti. Hann er formfagur og einkar myndrænn. Skjálfandafljót rennur um hraun sem talið er hafa komið úr Trölladyngju við fyrir 7000 árum og runnið um 100 km leið til sjávar í Skjálfandaflóa. Í aldanna rás hefur fljótið grafið sig upp eftir hrauninu og sorfið um þriggja km löng gljúfur sem eru um 100 m breið rétt neðan við fossinn. Klettar á skeifulaga fossbrúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa sem eru 9 og 17 metra háir og steypast fram af hraunhellunni skáhalt á móti hvor öðrum. Auk þeirra eru nokkrir smærri fossar eftir vatnsmagni fljótsins. Einn þeirra þrengir sér á milli meginfossanna tveggja og gefur fossinum sinn sterka svip.

Efnisflokkar
Nr: 57661 Ljósmyndari: Jóhannes Gunnarsson Tímabil: 1960-1969