Möðrudalskirkja
					Möðrudalskirkja er í Valþjófsstaðaprestakalli í Múlaprófastsdæmi. Hún var byggð árið 1949. Jón A. Stefánsson (1880-1971), bóndi, reisti hana til minningar um konu sína, Þórunni Vilhjálmsdóttur, en hún andaðist árið 1944. Kirkjan er byggð á hinum forna grunni Möðrudalskirkju, en þar hafði þá ekki verið kirkja í 22 ár. Kirkjan var vígð 4. september 1949. Myndin tekin árið 1954
Efnisflokkar
			
		
		
			Nr: 44484
		
					
							
											Tímabil: 1950-1959
								
					
				
			