Húsavíkurkirkja

Húsavíkurkirkja er í Húsavíkurprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Hún var vígð 2. júní 1907. Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt, teiknaði kirkjuna, sem er krosskirkja, byggð úr norskum viði. Turn kirkjunnar er 26 metra hár. Húsavíkurkirkja er frábrugðin öðrum kirkjum að því leyti, að enginn venjulegur predikunarstóll er í henni.

Efnisflokkar
Kirkja ,
Nr: 43945 Ljósmyndari: Jóhannes Gunnarsson Tímabil: 1950-1959