Grundarkirkja er í Laugalandsprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Grund er bær og kirkjustaður frá fornu fari í Hrafnagilshreppi. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar heilögum Lárentíusi. Grund tilheyrði Grundarþingum fyrrum. Magnús Sigurðsson, bóndi á Grund, byggði núverandi kirkju árið 1904-05 fyrir eigið fé. Grundarkirkja er með veglegri kirkjum landsins og sú langstærsta sem einstaklingur hefur byggt. Yfirsmiður var Ásmundur Bjarnason frá Eskifirði. Glerið í gluggana skar Magnús sjálfur. Málari var norskur Muller að nafni. Nokkrir merkir munir sem áður tilheyrðu kirkjunni eru nú varðveittir í Þjóðminjasafni svo sem kaleikur frá 15. öld svo og kirkjustóll úr tíð þórunnar Jónsdóttur Arasonar. Kirkjan er bændakirkja. Texti af kirkjukort.net