Stóra-Áskirkja í Hálsasveit
Stóra-Áskirkja er í Reykholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Stóri-Ás er bær og kirkjustaður í Hálsasveit. Kirkjusetur þar er fornt og katólskar kirkjur voru helgaðar Guði, Maríu guðsmóður, Andrési postula og öllum helgum mönnum. Á árabilinu 1605-1812 tilheyrði Áskirkja Húsafellsprestakalli en það var lagt niður og Reykholt tók við. Kirkjan, sem nú stendur í Ási, var byggð 1897 af Jóni Magnússyni kirkjubónda. Altaristaflan er eftir Carl Bloch og sýnir Jesú koma út úr gröfinni. Skírnarsárinn úr tini sýnir ártalið 1726 og annan nýrri, úr rauðleitum steini úr Bæjargilinu á Húsafelli, gerði Leifur Kaldal. Margir aðrir gripir kirkjunnar eru gamlir og merkilegir.
Efnisflokkar
Nr: 38105
Tímabil: 2000-2009