Reykholtskirkja eldri í Reykholtsdal í Borgarfirði Gamla timburkirkjan sem stendur í miðjum kirkjugarðinum er friðuð og tilheyrir nú húsasafni Þjóðminjasafns Íslands. Séra Guðmundur Helgason (1853-1922) sem tók við embætti í Reykholti 1886 lét byggja nýja timburkirkju á árunum 1886-87 og fól þeim Ingólfi Guðmundssyni (1856-1935) og Árna Þorsteinssyni (1860-1939) verkið. Kirkjan er í nýklassískum stíl og ber svip af dómkirkjunni í Reykjavík þótt talsvert minni sé. Kirkjan var vígð 31. júlí 1887.Kirkjan þjónaði söfnuðinum í Reykholti þar til í júlí 1996, þegar hin nýja kirkja var vígð. Þjóðminjasafn Íslands tók við húsinu árið 2001 og hefur staðið fyrir endurgerð kirkjunnar en umsjón með framkvæmdum hefur Stefán Ólafsson byggingameistari. Kirkjan var mjög illa farin þegar hafist var handa við viðgerðina og hafði verið breytt talsvert á fyrri hluta síðustu aldar og vorr til að mynda settir nýjir bogadregnir gluggar í kirkjuna árið 1950. Þjóðminjasafnið hefur látið gera húsið upp og færa í upprunalegt horfTexti af snorrastofa.is