Víðimýrarkirkja í Skagafirði

Hér eru líklega frá vinstri: Þórhallur Sæmundsson (1897-1984), Haraldur Böðvarsson (1889-1967) og óþekktur að skoða kirkjuna. Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif Víðimýrarkirkju en Matthías Þórðarson sem þá var þjóðminjavörður hafði forgöngu um varðveislu hennar og sá til þess að hún komst í umsjá Þjóðminjasafnsins. Sáluhliðið er frá 1936 en klukkur kirkjunnar eru báðar frá árinu 1630. Margir af eldri gripum Víðimýrarkirkju eru nú varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands. Kirkjan hefur verið hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1936.(Heimild frá heimasíðu Þjóðminjasafns) Ljósmyndin er sennilega tekin áður en kirkjan var gerð upp. Upplýsingar af heimasíðu þjóðminjasafns

Nr: 29049 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949