Víðimýrarkirkja í Skagafirði
Hér eru líklega frá vinstri: Þórhallur Sæmundsson (1897-1984), Haraldur Böðvarsson (1889-1967) og óþekktur að skoða kirkjuna. Í upphafi 20. aldar var tvísýnt um afdrif Víðimýrarkirkju en Matthías Þórðarson sem þá var þjóðminjavörður hafði forgöngu um varðveislu hennar og sá til þess að hún komst í umsjá Þjóðminjasafnsins. Sáluhliðið er frá 1936 en klukkur kirkjunnar eru báðar frá árinu 1630. Margir af eldri gripum Víðimýrarkirkju eru nú varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands. Kirkjan hefur verið hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1936.(Heimild frá heimasíðu Þjóðminjasafns) Ljósmyndin er sennilega tekin áður en kirkjan var gerð upp. Upplýsingar af heimasíðu þjóðminjasafns
Efnisflokkar
Nr: 29049
Tímabil: 1930-1949