Urðarkirkja í Svarfaðardal

Kirkja hefur lengi verið á Urðum, annexía frá Tjörn. Hennar er getið í Auðunarmáldaga frá 1318. Þar segir að hún sé helguð heilagri Maríu og Andrési postula. Urðakirkja var byggð 1902 en gamla kirkjan fauk af grunni í Kirkjurokinu haustið 1900 og brotnað í spón. Hún er turnlaus og í svipuðum byggingarstíl og hinar kirkjur dalsins, á Tjörn og Völlum. Í henni er altaristafla eftir Arngrím málara frá Gullbringu. Þar er einnig gamall predigunarstóll, málaður af Jóni Hallgrímssyni (1741-1808) en hann var sonur Hallgríms Jónssonar sem var einn þekktasti myndlistarmaður landsins á 18. öld. Á stólnum eru myndir af helgum mönnum og dýrum. Testi af Wikipedia

Efnisflokkar
Kirkja ,
Nr: 55337 Ljósmyndari: Karlotta Olga Nielsen Kristjánsdóttir Tímabil: 1950-1959