Jarðaför 1939
Hinn 19. febrúar 1939 varð sá hörmulegi atburður við Akranes, að fjórir skipverjar á línuveiðaranum Ólafi Bjarnasyni MB. 57 drukknuðu við landtöku í Teigavör, er skipbáti þeirra hvolfdi en tveir björguðust naumlega. Þeir sem fórust voru Bjarni Ólafsson skipstjóri á Borg, Jón Sveinsson á Akri, Teitur Benediktsson í Nýlendu og Tómas J. Þorvaldsson á Valdastöðum allir hásetar. Útför Bjarna og Tómasar var 27. febrúar og Jóns 6. júní en lík Teits fannst aldrei. Á myndinni er kista borin til kirkju að aflokinni húskveðju á Borg
Efnisflokkar
Nr: 31024
Tímabil: 1930-1949