Ægir MB

Ægir MB rak upp í Ívarshúsakletta. Ægir var keyptur sem nýsmíði frá Danmörku árið 1935. Eigandi var Sturlaugur Haraldsson. HB & Co. eignaðist bátinn í nóvember 1943, og frá 1946 bar hann einkennisstafina AK 96. Árið 1949 var báturinn seldur til Hvammstanga og síðan lá leið hans til Stokkseyrar. 1954 var báturinn seldur útgerð í Keflavík og fékk þá nafnið Tjaldur KE. Hann var dæmdur ónýtur árið 1967.

Efnisflokkar
Nr: 15739 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949 oth01093