Sigrún AK 71

5. janúar 1952 réru fjórir Akranesbátar með línu út í tvísýnt veður, Ásmundur, Fram, Sigrún og Valur. Þeir fengu á sig fárviðri af suðvestri. Tveir þeirra, Ásmundur og Fram komu að landi um kvöldið, Sigrún fékk á sig brot sem braut af henni bakborðslunninguna og allar rúður úr stýrishúsinu, síðar fékk hún á sig annað brot sem tók út Þórð Sigurðsson stýrimann, en hann náðist um borð aftur fyrir harðfylgi Guðmundar skipstjóra Jónssonar frá Laufási og manna hans. Sigún náði landi á þriðja degi og hafði Guðmundur þá staðið við stýri á þriðja sólarhring. Valur kom aldrei að landi og var talinn hafa farist á landleið að kvöldi 5. janúar. Með houm fórst sex manna áhöfn.

Efnisflokkar
Nr: 12116 Ljósmyndari: Rafn Sigurðsson Tímabil: 1950-1959 raf00074