Sigrún AK 71

Þarna er Sigrún að koma til hafnar á Akranesi eftir hrakninga tæpa þrjá sólarhringa í janúar 1952. Fjórir bátar réru með línu 5. janúar, Ásmundur Fram, Sigrún og Valur. Ofsaveður af suðri og síðan suðvestri brast á um morguninn. Ásmundur og Fram komu í land um kvöldið án áfalla en Sigrún fékk á sig brot sem braut af bátnum bakborðslunninguna og allar rúður úr stýrishúsi og eyðilagði talstöð. Bátsins var leitað í tvo sólarhringa en hann hélt sjó allan tímann enda ófært siglingaveður. Valur AK 25 fórst þennan dag á landleiðinni með allri áhöfn, 6 mönnum.

Efnisflokkar
Nr: 12115 Ljósmyndari: Rafn Sigurðsson Tímabil: 1950-1959 raf00073