Barðinn sekkur við Þjót 1931
Þann 21. ágúst 1931 strandaði togarinn Barðinn Re 274 í blíðskaparverði á skerinu Þjóti fyrir utan Akranes. 10 manna áhöfn bjargaðist til lands heil á húfi. Góður tími gafst til að fylgjast með óhappinu og réru Skagamenn út af togaranum þegar hann sökk. Togarinn hét áður Clementína og hafð einkennistafina ÍS 450 og var hann smíðaður í Englandi árið 1913 og var 415 brúttólestir að stærð. Togarinn var upphaflega keyptur 1925 til Þingeyrar. Nafn hans var breytt árið 1927 og hét eftir það Barðinn.
Efnisflokkar