Sunnudagaskólabörn með Friðriki Friðrikssyni árið 1947

Myndin er tekin af sunnudagaskólabörnum og leiðbeinendum skólans. Skólinn var í húsi sem hét Frón og er myndin líklega tekin fyrir utan það í tilefni þess að séra Friðrik Friðriksson hefur verið í heimsókn. Hann stendur upp við húsvegginn bak við barnahópinn. Fullorðna fólkið á myndinni frá vinstri: Ingvi Guðmundsson, Geirlaugur Árnason, Sverrir Sverrisson, séra Friðrik Friðriksson (1868-1961), Kristrún Ólafsdóttir í Frón og Jóna Bjarnadóttir (1919-1973) á Ólafsvöllum. Myndin er tekin 18. apríl 1947

Efnisflokkar
Nr: 44944 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1930-1949