Hallgrímur Pétursson (1614-1674) er eitt af höfuðskáldum Íslendinga. Sóknarprestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd á árunum 1651 til 1669, dvaldi eftir það á Kalastöðum og Ferstiklu til dánardags. Í hugum flestra er hann fyrst og fremst trúarskáld en veraldlegur kveðskapur hans er þó einnig athyglisverður. Meðal íslenskra sálmaskálda hefur Hallgrímur Pétursson þá sérstöðu að sálmar hans hafa verið sungnir og lesnir meira en nokkurs annars skálds og merkasta verk hans, Passíusálmana, hefur þjóðin lesið og sungið á hverri föstu um aldir. Enn þann dag í dag eru sálmarnir lesnir í útvarpinu á hverju kvöldi alla virka daga föstunnar. Passíusálmarnir hafa verið gefnir oftar út á íslensku en nokkurt annað rit eða rúmlega áttatíu sinnum og verið þýddir á fjölmörg erlend tungumál. Texti af ruv.is Frummynd gerð af séra Hjalta Þorsteinssyni (1665-1754) frá Vatnsfirði og er varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands en Samúel Eggertsson skrautritari gerði þess mynd eftir frummynd í tilefni af 300 ára fæðingarafmæli Hallgríms árið 1914.