Feðgar á gangi

Frá vinstri: Elías Jóhannesson (1941-), Jóhannes Jónsson (1917-) og Pétur Jóhannesson (1942-). Myndin er tekin á mótum Kirkjubrautar og Merkigerðis. Húsið Merkigerði á horninu, þar fyrir neðan sést í Guðnabæ. Myndin er tekin fyrir 1950, því ekki er búið að byggja Sjúkrahúsið, sem stendur nú þar sem Kirkjuvellir voru (til hægri).

Efnisflokkar
Nr: 32421 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949