Frændfólk
Aftari röð frá vinstri: Hans Ingi Hoffmann (1879-1961), óþekkt, Hanna Petrea Sveinný Zoëga (1884-1960) og Jóna Þórðardóttir Thors (1891-1968) Fremri röð frá vinstri: Matthildur Sveinsdóttir (1890-1974), Ingunn Sveinsdóttir (1887-1969) og Petrea Guðmundína Sveinsdóttir (1885-1954). Skautbúningurinn sem Ingunn ber gerði hún sjálf er hún og Haraldur Böðvarsson gengu í hjónaband 6. nóvember árið 1915. - Ingunn saumaði búninginn, "bróderaði og balderaði" og notaði sjö mismunandi liti til þessa, "frá gulu upp í brúnt". Búningurinn er geymdur í Haraldarhúsi og einnig höfuðbúnaðurinn sem fylgdi skautbúningnum. Brúðarvöndurinn frá 1915 er einnig geymdur í Haraldarhúsi.
Efnisflokkar
Nr: 28130
Tímabil: 1900-1929