Fólk við Vesturgötu 45 árið 1937

Myndin er tekin að Vesturgötu 45, líklega árið 1937. Talið frá vinstri: Emilía Þorsteinsdóttir, Petrea Halldórdóttir, Margrét Sigurðardóttir Sýruparti, fyrir aftan hana Ólína Ása Þórðardóttir (1907-2006) (vangasvipur), Svava Árnadóttir (1918-1987), Sigurður Ólafsson(1933-2017) (fremst), Ragnheiður Ólafsdóttir (vangasvipur), Ólöf Elíasdóttir (nú í Bandaríkjunum). Veit ekki nöfn á tveim næstu, þá Guðrún Þórðardóttir á Sýruparti (í peysufötum) og heldur á Emilíu Jónsdóttur og loks Ragnheiður Þórðardóttir. Þess má geta að Jón á Vindhæli smíðaði húsið í bakgrunni (Vesturgötu 47) 1912 sem gekk undir nafninu Grund . En Jón á Vindhæli ( Jón Sigurðsson ) smíðaði einnig Barnaskólahúsið 1912. Húsið lengst til vinstri er Krókur og þá Hvoll. Lengst til hægri er verslunarhús Þórðar Ásmundssonar og þar fyrir ofan Grímstaðir og efst gamli Barnaskólinn sem brann 4. desember 1946. Lengst til vinstri á myndinni er Emilía Þorsteinsdóttir á Grund, eiginkona Þórðar Ásmundssonar og dóttir Þorsteins á Grund. Myndin er líklega tekin upp úr 1930. Til hægri sér inn eftir Vesturgötu, húsið með burstinni sem þar sést óljóst fjærst, er sennilega gamla skólahúsið sem áður stóð þar. Emilía og Þórður Ásmundsson byggðu húsið sem hér sést, Vesturgötu 47 þegar þau fluttu frá Grund, árið 1912 (sama ár og gamla skólahúsið sem nú er Hvíta húsið). Grund stóð þar sem nú er Grundartún 5, fyrir neðan Vesturgötu 41. Það hús byggði Þorsteinn á Grund faðir Emilíu sem er á myndinni. Grund var flutt af grunni árið 1947 þegar Vesturgata 41 var byggð og stendur nú sem bakhús innarlega á Vesturgötu.

Efnisflokkar
Nr: 4753 Ljósmyndari: Ólafur Frímann Sigurðsson Tímabil: 1930-1949 ofs00052