Háskóli Íslands og stúdendtaíbúðir á Gamla Garði

Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911 og tók til starfa í októberbyrjun sama ár. Við það sameinuðust Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn. Ein deild innan Háskólans var tileinkuð hverjum þeirra auk þess sem stofnuð var sérstök heimspekideild. Fyrsta árið voru 45 nemendur við skólann, fimm í guðfræðideild, sautján í lagadeild og 23 í læknadeild, en enginn var skráður í heimspekideild. Fyrsti rektor skólans var Björn M. Ólsen, prófessor við heimspekideild. Fyrstu 29 árin var Háskóli Íslands staðsettur á neðri hæð Alþingishússins við Austurvöll, en árið 1940 flutti skólinn starfsemi sína í nýtt húsnæði, aðalbyggingu Háskólans, austan við Suðurgötu. Síðan þá hefur Háskólasvæðið stækkað til muna, og kennt er í mörgum byggingum beggja vegna Suðurgötu og á fleiri stöðum. Kostnaður við nýbyggingar skólans sem og viðhald eldri bygginga hefur að miklu leyti verið greiddur af Happdrætti Háskólans sem var stofnað árið 1934 með sérstöku leyf. Studentaíbúðir á Gamla Garði voru teknar í notkun árið 1934 Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 40252 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949