Huga varð vel að vörnum Hvalfjarðar

Huga varð vel að vörnum Hvalfjarðar enda lágu þar oft inni gríðarleg verðmæti í herskipum, farmskipum og hergögnum ýmiss konar sem áttu að fara til vígstöðvanna í Rússlandi. Enginn vafi var á að Þjóðverjum væri mikið í mun að koma höggi á skip bandamanna í firðinum gæfist á annað borð færi á því. Til þess voru þó litlar líkur þar sem erfitt var fyrir Þjóðverja að komast óséðir í færi við þennan djúpa fjörð á vesturströnd Íslands. Bretar höfðu þó fullan vara á sér strax frá upphafi. Meðal annars var komið upp strandvarnarfallbyssum við bæinn Dalsmynni. Þær dekkuðu allt mynni Hvalfjarðar og átti að nota ef þýskum herskipum tækist að komast vestur fyrir Ísland og inn í Faxaflóa. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 29784 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949