Stöð Bandaríkjaflota í Hvammsvík
Stöð Bandaríkjaflota er risin á melnum utan við Hvammshóla í maí 1942. Neðst á myndinni er tómstundaheimili yfirmanna, þá vörugeymslur á Bátsmýri og tómstundaheimili sjóliða og íbúðarskálar á hægri hönd. Á vinstri hönd í austanverðum Hólunum eru skotfærageymslur í smíðum og bæjarhúsin í Hvammsvík til vinstri. Til hægri á miðri mynd ber loftvarnabyssustæði og skálahverfi Breta í Hvammsós. Móamýri skilur byggðirnar að. Bandaríkjaher leysti bresku skotliðana af hólmi sumarið 1942 og tók við skálahverfi þeirra. (Ljósmyndasýningin Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008).
Efnisflokkar
Nr: 29812
Tímabil: 1930-1949