Haustnótt
Máninn vagni um austurloftið ekur. Andann dregur sunnanblærinn hlýr. - Báran svöl við sandinn andvarp tekur, sævardísin henni hvílu býr. - Skuggi leitar skjóls að húsa baki, skreyta loftið norðurljósa tröf. Breyta svip á einu andartaki, yrja þögla nótt um lönd og höf. Kvæði eftir Árna Böðvarsson.
Efnisflokkar