Selárdalur Arnarfirði

Myndin er tekin vestur í Selárdal af listmunum Samúels Jónssonar sem kallaður hefur verið Listamaðurinn með barnshjartað. Samúel var einbúi og bjó til þessi útilistaverk ásamt því að byggja kirkju á bæ sínum. Fyrirmyndin að listaverkum hans munu hafa verið verkin við Alhambra höllina á Spáni, þangað kom Samúel þó aldrei, en hafði séð myndir af garðinum og heillaðist mjög af honum. Listaverk Samúels voru unnin af mikilli bjartsýni og eljusemi en af vanefnum þar sem hann hafði ekki miklu úr að spila. Til dæmis notaði hann kassafjalir í kirkjubygginguna. Lengi lágu þessi listaverk undir skemmdum, en nú mun vera farið að hlúa að þeim.

Nr: 17425 Ljósmyndari: Páll Guðmundsson Tímabil: 1980-1989 pag00144