Unglingadansleikur að Hótel Akranes 1965

Frá vinstri: Trausti Gamalíel Finnsson (1947-) bassaleikari, Finnbogi Gunnlaugsson (1945-2011) gítarleikari, Reynir Gunnarsson (1948-) saxófónleikari, Sigursteinn Hákonarson (1947-) (Steini), söngvari, á bak við hann sést í Ragnar Sigurjónsson (1948-) trommuleikara, loks er Jón Trausti Hervarsson (1945-) saxófónleikari, en á bak við hann sést í hægri öxl Ásgeir Rafn Guðmundsson (1942-) hljómborðsleikara. Þau sem eru að dansa hér á myndinni eru Guðrún Jóna Svavarsdóttir í hvítri blússu og Viðar Bjarnason. Ólöf Edda Ólafsdóttir snýr baki í ljósmyndarann. Myndin er tekin í hótelinu við Bárugötu.

Efnisflokkar
Nr: 19374 Ljósmyndari: Helgi Daníelsson Tímabil: 1960-1969 oth02124