Vesturgata 47 - Þurrkhús
Þetta þurrkhús var inni í lóðinni við Vesturgötu 47. Þar stendur nú hluti Deildartúns 2 og sér í hluta Deildartúns 4. Líklega eru þetta þau Þóra Þórðardóttir og Þórður Ólafsson (með skólatösku) sem eru fyrir framan hjallinn á Grund (Vesturgötu 47). Myndin gæti verið frá árinu 1945 /6 . Hjallurinn var notaður til að þurrka þvott í vætutíð einnig var þar þvottahús og matarbúr. Þórður Ásmundsson var mikið fyrir nýungar og keypti nýtísku þvottavél, á þeirra tíma vísu, handa Emilíu konu sinni en Emilía var síður ginkeypt fyrir nýungum og fjarlægði búnaðinn úr tromlunni og setti þvottabretti í staðinn og þvoði eins og hún hafði ávallt gert.
Efnisflokkar