Íþróttahúsið við Laugarbraut

Íþróttahúsið við Laugarbraut, nýbyggt. Húsið var byggt í sjálfboðavinnu af Akurnesingum. Meistari að húsinu var Lárus Þjóðbjörnsson trésmíðameistari á Akranesi sem rak trésmíðaverkstæðið Reynir við Vitateig 5b um langt árabil um miðja 20. öldina. Lárus var sá eini sem tók laun fyrir vinnu sína en ástæðan var sú að hann hafði verðið formaður Iðnaðarmannafélagins og beitt sér gegn "svartri" vinnu og vinnuskiptum þannig að iðnaðarmenn væru í sumum tilfellum að gefa vinnu sína. Þetta var gert til að berjast gegn atvinnuleysi iðnaðarmanna. Til að vega upp á móti þessu "lánaði" Lárus alla starfsmenn af verkstæði sínu til að vinna við húsið enda var það ekki ætlun hans að hafa hag af byggingu þess. Húsið mun hafa verið notað fyrir íþróttatengda starfsemi og kennslu til ársins 1974. Þá var það selt bátasmíðastöðinn Knerri og rifið 1997.

Efnisflokkar
Nr: 9093 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 arb00198