Loftskip

Loftfarið Zeppelin greifi, Halldórshús til vinstri á myndinni. Þýska loftfarið Graf Zeppelin flaug yfir suður og suð-vesturland 17. júlí 1930. Frá Reykjavík flaug það út yfir flóann og yfir Akranes þar sem það sneri við og flaug aftur yfir „höfuðborgina“. Myndin er tekin neðarlega á Vesturgötu á Akranesi. Húsin sem sjást til vinstri eru Halldórshús og upp af því Hótel Akranes, þá Georgshús (Vesturgata 38) fyrir miðri mynd. Öll þessi hús eru horfin. Lengst til hægri Vesturgata 26. Það stendur gegnt Bíóhöllinni og er nú hærra en þarna sést. Næsta hús fjær er gamla Ráðagerði, Vesturgata 28. Það mun síðar hafa verið flutt af þessum stað og hefur sennilega númerið 24b við Vesturgötu.

Efnisflokkar
Nr: 4721 Ljósmyndari: Ólafur Frímann Sigurðsson Tímabil: 1930-1949 ofs00030