Flóabáturinn Ingólfur
Byggður í Bergen og afhentur 22. apríl 1908 og eigandi Gufubátafélag Faxaflóa h/f, kom hann til Reykjavíkur 8. maí 1908. Stærð 125.86 brúttó-tonn og gat silgt á 8 1/2 mílu. Á fyrsta farrými var rúm fyrir 40 farþega og á öðru farrými var aðstaða 60 farþega. Silgti Ingólfur aðallega milli Faxaflóahafnana; Reykjavík, Keflavík, Akraness og Borganess í um 10 ár eða til 1918. Skipstjóri öll árinn var Sigurjón Jónsson frá Eyrarbakka og einnig voru starfandi tveir hásetar og tvær stúlkur sem sáu um matreiðslu. Fargjald á fyrsta farrými var 2 kórnur og 50 aurar en á öðru farrými var það 1 króna og 75 aurar. Árið 1918 var hann þá seldur til Noregs.
Efnisflokkar
Nr: 28738
Tímabil: 1900-1929