Fjallfoss kemur til hafnar á Akranesi

5. júní árið 1954, þegar úrval knattspyrnumanna frá Hamborg kom og lék við Akurnesinga eins og frægt var á sínum tíma. Um 4.000 manns sáu leikinn en þá voru 3.000 íbúar á Akranesi. Fjallfoss Eimskipafélagsins kom til Akraness úr Reykjavík, fullur farþegum, bátar komu frá Hafnarfirði, áætlunarskipið Laxfoss kom einnig sneisafullt að sunnan og fólk kom í bílum frá Siglufirði og mörgum fleiri stöðum. "Í grein í Morgunblaðinu segir að lið Skagamanna hafi sigrað með 3 mörkum gegn 2 eftir að hafa sýnt hreina yfirburði í leiknum sem var einhver sá skemmtilegasti sem hér hefur sést um langan tíma. Hinir þýsku gestir Akraness fara heim með 2 sigra, eitt jafntefli við Skagamenn og eitt tap."

Efnisflokkar
Nr: 51768 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1950-1959