Sjóflugvél á Krókalóni.

Þetta er Republic Sea-Bee, smíðuð í Ameríku, sem gat lent á vatni eða landi. Var happadrættis vél hjá S.Í.B.S. um 1947. Ungur piltur vann hana en vélin var svo keypt til Reykjavíkur. Kom oft til Akraness og tók fólk í leiguflug frá Langasandi eða Krókalóni. Hlekktist á í lendingu á Þingvallavatni og sökk um 1955-1965.

Efnisflokkar
Nr: 24067 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1930-1949 bar00368