Huppa á Kluftum

Á Kluftum var kostakýrin Huppa, ættmóðir Kluftakynsins sem dreifst hefur um allt land og haft víðtæk áhrif á nautgriparækt Íslendinga. Huppa var fædd 1926, lifði langa ævi og eignaðist mörg afkvæmi sem reyndust vel og sum með ágætum. Hróður hennar barst víða um land. Haustið 1940 sendu Mývetningar vörubíl alla leið til Reykjavíkur til að sækja nautkálf undan Huppu og þar með hafði Kluftakynið numið land á Norðurlandi. Huppa var brandhuppótt að lit og því þrílit, en fyrr á tíð þótti best mjólk úr þrílitum kúm, rauðum, svörtum og hvítum, því hún var talin margra meina bót. Texti af arnastofnun.is

Efnisflokkar
Nr: 43916 Ljósmyndari: Jóhannes Gunnarsson Tímabil: 1930-1949