Reiðmaður á Vesturgötu

Húsið sem reiðmanninn ber í sennilega Steinar (Vesturgata 82), sem merkir að húsið þar fyrir aftan sé Dvergasteinn (Vesturgata 88), að því gefnu að það hús hafi seinna fengið lyftingu og annarri hæð verið bætt ofan á það. Ef þetta er rétt, þá er ljósmyndin trúlega tekin um eða fyrir 1920. En það ár reistu þeir Árni Böðvarsson ljósmyndari og Sigurður Símonarson hús sitt Ás, Vesturgötu 78. Væri það risið þegar þessi mynd var tekin ætti að sjást í það lengst til hægri.

Nr: 4014 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 arb00021