Breskir hermenn á Hvítanesi
Breski herinn reisti upphaflega tjaldbúðir í Hvítanesi. Bretar gerðu strax í upphafi hernáms sér grein fyrir því að Hvalfjörður væri ákjósanlegt skipalægi fyrir herskip og flutningaskip. Hvalfjörður var á milli fjalla, innst við stóran flóa og hægur vandi að verja leiðina inn fjörðinn. Hér eru sjóliði og hermaður við Hvítanestjaldbúðir breska hersins vorið 1941, réttu ári eftir hernám. Fjöllin eru Múlafjall, Botnssúlur og Þrándastaðarfjall. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008).
Efnisflokkar
Nr: 29800
Tímabil: 1930-1949