Hér eru Curtis SOC Seagull sjóflugvélar bandaríska sjóhersins sennilega á flugi yfir Mýrum í Borgarfirði í apríl árið 1942. Seagull vélarnar voru síðustu tvíþekjurnar sem sjóherinn tók í þjónustu sína. Fyrstu vélarnar voru teknar í notkun árið 1933. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008) Þessar sjóflugvélar voru notaðar til könnunar og til að athuga hittni orrustuskipa þeirra sem þær tilheyrðu. Curtiss Seagull er dæmi um flugvél sem stóðst tímans tönn þegar nýrri vélar áttu að leysa þær af hólmi. Arftakinn, Curtiss Seamew, reyndist slíkur gallagripur að Seagull-vélarnar voru teknar aftur í notkun og voru notaðar það sem eftir lifði stríðsins. (Guðmundur Benediktsson, eftir ýmsum heimildum)