Hermenn í Borgarnesi

Hermenn Bretaveldis eru á þessum myndum. Til vinstri sitja þeir í Bedford herbíl sem af myndum að dæma hefur verið algengasta hertrukkategund Breta hér á landi í upphafi hernáms. Bragginn sem fjórmenningarnir standa síðan við er talinn hafa staðið þar sem Menntaskólinn í Borgarnesi rís í dag. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 29776 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1930-1949