Hermenn á Langasandi 1940

Breskir hermenn á Langasandi. Þessi hópur hermanna var að moka sandi í poka undir Langasandsbökkum og hafði Auður Sæmundsdóttir, þá barn að aldri eitthvað komið þar að á hjóli, en datt illa á því og fótbrotnaði. Tveir þessara pilta báru hana heim og seinna gáfu þeir henni þessa mynd. (Texti við myndir eftir Magnús Þór Hafsteinsson, vegna sýningarinnar Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)

Efnisflokkar
Nr: 22746 Ljósmyndari: Auður Sæmundsdóttir Tímabil: 1930-1949 aus00004