Jarðaför á Borg á Mýrum
Jarðarför í framandi landi. Þriggja tonna Bedford trukkur flytur látinn hermann síðasta spölinn. Kistan er á palli, sveipuð fána breska heimsveldisins. Félagar hins látna standa heiðursvörð á meðan foringjar lyfta blómsveigum upp á kistuna. Prestur horfir á. Myndin er tekin að Borg á Mýrum. (Ljósmyndasýningin Hernámið, sem var á vegum Ljósmyndasafns Akraness árið 2008)
Efnisflokkar
Nr: 43787
Tímabil: 1930-1949