Laufás í Eyjafirði
Laufás í Grýtubakkahreppi er kirkjustaður og prestsetur í Þingeyjarsýslu. Prestsetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni. Kirkjan sem þar stendur er byggð á 19. öld af Tryggva Gunnarssyni, trésmið og athafnamanni. Í Laufási er gamall burstabær, byggður í núverandi mynd af Jóhanni Bessasyni á Skarði í Dalsmynni á seinni hluta 19. aldar. Laufásbærinn er nú byggðasafn og búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Hann var hýbýli prests þar til byggt var nýtt prestsetur árið 1936. Frá Laufási var Þórhallur Bjarnarson biskup, sem byggði hús í Reykjavík og lét heita eftir bænum. Við það hús er svo Laufásvegur kenndur. Texti af Wikipedia
Efnisflokkar
Nr: 34204
Tímabil: 1960-1969