M/S Fjallfoss (II)

M/S Fjallfoss(II) er hér að koma til hafnar. Skipið er alveg nýtt á þessari mynd,líklega 2 mánuðir frá afhendingu þess. Fjallfoss(II) átti 1 systurskip, en það var M/s Tungufoss(I). Skipin voru í eigu H/f Eimskipafélags Íslands. Framarlega við stórubryggju liggur M/b Eldborg frá Borgarnesi. Efst við stórubryggju, t.h. á myndinni, liggur meðal annars B/v Akurey AK. Togarinn Akurey er enn í notkun, orðinn 58 ára, smíðaður árið 1947. Skipið er í dag í eigu Kanadamanna, sem hafa breytt skipinu í hálfgerða snekkju. Það er nú yfirbyggt, þriggja mastra skonnorta með káeturými fyrir u.þ.b. 90 farþega. Gamla skrokkslagið fær alveg að halda sér í upprunalegri mynd. Glæsilegt fley.

Efnisflokkar
Nr: 19723 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1950-1959 ola00941