Brúarfoss

Þetta er Brúarfoss hinn fyrsti í eigu Eimskipafélagsins. <br>Skipið var smíðað árið 1927 í Kaupmannahöfn fyrir félagið. Brúarfoss var fyrsta frystiskip landsmanna, sérhannaður til að sigla með fryst kjöt frá Íslandi til Englands. <br>Árið 1930 sigldi skipið í fyrsta sinn með freðfisk frá Íslandi og gerði það sem eftir var ferilsins. Meðal annars sigldi skipið öll ár seinni heimsstyrjaldar með freðfisk til Englands og Bandaríkjanna. Eftir stríð var Brúarfoss síðan fyrsta íslenska skipið sem sigldi með freðfisk til Rússlands (1946). <br>Hver veit nema Brúarfoss sé einmitt á þessari mynd að koma til Akraness til að lesta frosnar fiskafurðir? Eftir 30 ára farsæla þjónustu í þágu landsmanna var skipið loks selt til Suður Ameríku árið 1957. <br>

Efnisflokkar
Nr: 8884 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1930-1949 ola00799