Ólafur Jónsson að prjóna
Ólafur Jónsson (1834-1907) var í vinnumennsku framan af ævinni. Stundaði sjó á vertíðum og mun hafa verið allvel að manni, greindur og sérkennilegur á köflum og kom vel fyrir sér orði. Um 1880 tók hann upp á því að flakka um landið en þegar hann var kyrr, spann hann mikið og prjónaði. Árið 1896 var byggt yfir hann hús á Akranesi sem var nefnt Ólafshús eða Gossarabær. Hann var þekktur undir nafninu Ólafur eða Óli gossari.
Efnisflokkar
Nr: 26631
Tímabil: Fyrir 1900