Við verslunar-og vörugeymsluhúss BOCO

Hér má sjá myndina með öllum verkamönnunum
Frá vinstri: Sveinbjörn Oddsson (1885-1965), Þorlákur Ásmundsson (1895-1980) í Lambhúsum, Magnús Ásmundsson (1896-1994) í Lambhúsum Þórður Bjarnason (1901-1972) í Andvara og Friðjón Runólfsson (1896-1971) síðar verslunarstjóri BOCO. Myndin er tekin á lóð verslunar-og vörugeymsluhúss BOCO, sem byggt var upp úr 1930. Í baksýn má sjá í hornið á íbúðarhúsinu á Neðri-Teig og lengra t.h: er fjós og hlaða. Líklega er myndin tekin kring um 1932. BOCO er í dag þekkt sem Axelsbúð og mun nafninu hafa verið breytt fyrir um 60 árum.

Efnisflokkar
Nr: 34371 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949