Skólaferðalag árið 1966

Skólaferðalag landsprófsnemenda árið 1966 á Snæfellsnes, undir leiðsögn Þórarins Ólafssonar. Skólaferðalög gagnfræðinga og landsprófsnemenda var yfirleitt lokapunktur skólaársins og var þá farið víða, meðal annars fóru gagnfræðingar 1967 til Írlands. Rútan á myndinni mun upphaflega hafa verið í bílaflota Magnúsar Gunnlaugssonar (Manga Gull) sem rak bílastöð með leigubíl(um) og rútum frá húsinu fyrir neðan Bíóhöllina. Rúturnar hans Manga voru rauðar og hvítar (eða gulbrúnar) á lit. Þegar þessi mynd er tekin, 1966, voru rútur Magnúsar Gunnlaugssonar komnar í eigu ÞÞÞ ásamt sérleyfi til áætlunarferða frá Reykjavík í Borgarfjörð þ.e -Reykholt-Húsafell-Síðumúli-Varmaland. Bílstjóri í þessari ferð var Einvarður Jósefsson.

Nr: 14325 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1960-1969 bbs00377