Lóan

Heiðlóa (fræðiheiti: pluvialis apricaria) einnig oft kölluð bara lóa er stór fugl af lóuætt. Hún er mófugl og farfugl á íslandi. Kemur í apríl til Íslands en hefur vetursetu á Bretlandseyjum og suður þaðan með ströndum Vestur-Evrópu allt til Gíbraltar og Norður-Afríku. Heiðlóan er alfriðuð á Íslandi. Fólk á Íslandi segir oft að heiðlóan sé merki þess að vor og sumar sé á næsta leiti og hefur heiðlóan orðið tákn fyrir vorið og kölluð vorboðinn. Sagt er að hún sé veðurglögg og reyna sumir að lesa út úr veðrinu eftir hegðun hennar og sér hennar ósjaldan stað í skáldskap og þjóðtrú. Eitt þekktasta ljóð sem samið hefur verið á Íslandi um heiðlóuna er ljóð Páls Ólafssonar, Lóan er komin að kveða burt snjóinn, sem lýsir þessu viðhorfi ágætlega. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Fuglar ,
Nr: 36591 Ljósmyndari: Friðþjófur Helgason Tímabil: 2000-2009