Sendlingur
Sendlingurinn eru smávaxinn, þybbinn og fremur stuttfættur. Hann er grábrúnn á bakinu með dökkum flekkjum en að mestu hvítur að neðan. Brjóstið er með smáum daufum gráum blettum og stélið stutt og nær alveg svart. Á flugi kemur í ljós mjó hvít rönd eftir öllum vængnum aftarlega en ekki alveg aftast. Á sumrin breytir hann aðeins um lit og fær til viðbótar gulbrúna flekki á bakið. Þetta er mjög hentugur felubúningur í grýttum þangfjörum og leirum þar sem hann heldur einna helst til á veturna og eins til fjalla þar sem hann verpir á sumrin. Hann er með gulleita fætur og gulleitt nef sem dökknar að framan. Texti af Wikipedia
Efnisflokkar
Nr: 34601
Tímabil: 2000-2009