Þuríður Guðnadóttir

Þuríður Guðfinna Guðnadóttir (1904-1987) Þuríður hóf nám í Ljósmæðraskóla Íslands 1927 og lauk þar prófi vorið 1928. Þar með hófst heillaríkt ævistarf Þuríðar sem ljósmóður er stóð í tæp 40 ár. Ljósmóðurstarfinu gegndi Þuríður í Reykholtsdal og Hálsasveit í Borgarfirði 1928-1933, á Landspítalanum og víðar 1933-1935 og á Akranesi 1936-1965 eða í um 30 ár. Á þeim árum fjölgaði íbúum Akraness úr u.þ.b. 1.400 í 4.000. Þuríður var lengst af eina ljósmóðir bæjarins á þessu tímabili, eða þar til Sjúkrahús Akraness tók til starfa 1952. Fram að því fóru allar fæðingar fram í heimahúsum en færðust á skömmum tíma inn á Sjúkrahúsið þar sem Þuríður starfaði við góðan orðstír í áraraðir. Þegar Sjúkrahús Akraness fagnaði 30 ára starfsafmæli sínu var Þuríður þar heiðursgestur og hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín.

Efnisflokkar
Nr: 53686 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1960-1969